Væntingar eru til atvinnulífsins um að fyrirtæki axli ábyrgð og hafi jákvæð áhrif til framtíðar, t.d. með því að draga úr losun í samræmi við Parísarsamkomulagið, lágmarka áhrif á náttúru og verjast spillingu og félagslegu misrétti. Til þess að rétta kúrsinn er þörf á víðtækri aðlögun. Spurningin er; hvaða hlutverki mun fyrirtækið þitt gegna?
Miklar breytingar byrja á skýrum markmiðum og áætlunum sem má byrja á í dag. Við getum hjálpað fyrirtækjum við að breyta metnaði í aðgerðir og skapað þannig verðmæti til framtíðar með lágmarks kolefnisspori, í samvinnu við hagsmunaaðila.
Loftslagsbreytingar, pólitísk ólga, röskun á tæknikerfum og hagsveiflur skapa óvissu fyrir íslensk fyrirtæki. Til að byggja upp seiglu gegn aðsteðjandi breytingum þarf að þekkja áhætturnar. Með því að beita tækninýjungum og gagnarýni, á grundvelli traustrar sjálfbærnistefnu, getum við hjálpað fyrirtækjum að greina og stjórna áhættum og tækifærum. Ávinningurinn getur verið mikill – meira traust hagsmunaaðila, betra aðgengi að fjármagni, aukin verðmæti og öflugra fyrirtæki.
Við aðstoðum viðskiptavini okkar við undirbúning vegna nýrra reglugerða á sviði sjálfbærni. Þjónusta okkar tekur mið af nýjustu kröfum og upplýsingum, tilskipun um sjálfbærniupplýsingar (CSRD), flokkunarreglugerð ESB, greining náttúru- og loftslagsáhættu, loftslagsskýrslur og fleira!
Sjálfbærnivísir PwC er árlegt yfirlit um hvernig sjálfbærnistarfi 50 af stærstu fyrirtækjum Íslands vindur fram. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á loftslagsmál. Mat á fyrirtækjunum byggir á opinberum upplýsingum, árs- og sjálfbærniskýrslum, og matið er unnið af PwC.