Reikningsskil og ársreikningagerð

Reikningsskil

PwC á Íslandi býður upp á víðtæka aðstoð og ráðgjöf varðandi reikningsskil fyrirtækja, hvort sem um er að ræða reikningsskil sem gerð eru eftir íslenskum lögum eða alþjóðlegum reikningsskilastöðum (IFRS).

Þann 1. janúar 2020 tók í gildi ný reglugerð um sérstakar kröfur í tengslum við endurskoðun á einingum tengdum almannahagsmunum. Reglugerðin gerir auknar kröfur um óhæði endurskoðenda og setur enn frekari takmarkanir á þjónustu sem endurskoðunarfyrirtæki er heimilt má veita slíkum einingum. Breytingin veldur því að þeir sem áður fólu endurskoðanda sínum að sjá um gerð reikningsskila eða fá ráðgjöf við beitingu þeirra, verða nú sjálfir að vinna þau eða leita eftir þjónustu frá öðrum við gerð þeirra.

Hjá PwC á Íslandi starfa sérfræðingar með víðtæka reynslu og þekkingu á reikningsskilum. Þar að auki geta tengsl okkar við alþjóðlega PwC netið gert okkur kleift að kalla á eftir kunnáttu fremstu sérfræðinga á sínu sviði ef á þarf að halda.

  • PwC leggur áherslu á að veita viðskiptavinum ætíð bestu þjónustu sem völ er á í málefnum sem tengjast reikningsskilum.  Hér eru okkar helstu þjónustulínur:
  • Aðstoð við gerð ársreikninga- og árshlutareikninga
  • Aðstoð við upptöku Alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna (IFRS)
  • Aðstoð við innleiðingu nýrra eða breyttra IFRS staðla
  • Aðstoð við að uppfylla ákvæði laga og reglugerða um reikningsskil
  • Aðstoð við gerð reikningsskilahandbóka
  • Sérfræðiaðstoð við fjármála- og vátryggingarfyrirtæki

 

Aðstoð tengd IFRS reikningsskilum

Félög sem eru með skráð verðbréf á skipulögðum verðbréfamarkaði ber skylda til að semja reikningsskil sín í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Jafnframt geta önnur félög sótt um heimild til þess að beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.

Hjá PwC á Íslandi starfa sérfræðingar sem hafa sérhæft sig í beitingu alþjóðlega reikningsskilastaðla. Þar að auka geta tengsl okkar við alþjóðlega PwC netið gert okkur kleift að kalla á eftir kunnáttu fremstu sérfræðinga á sínu sviði ef á þarf að halda.

Dæmi um þjónustu sem við veitum:

  • Aðstoð við upptöku á alþjóðlegum reikningsskilastöðum
  • Aðstoð við gerð og framsetningu IFRS ársreikninga
  • Aðstoð við innleiðingu á nýjum eða breyttum IFRS stöðlum
  • Aðstoð við túlkun og beitingu IFRS staðla.

 

Aðstoð við gerð ársreikninga

Hjá PwC á Íslandi starfa löggiltir endurskoðendur og aðrir sérfræðingar sem hafa áratuga langa reynslu á uppgjörum, gerð ársreikninga og framtalsskilum fyrir minni og stærri fyrirtæki.

Á síðustu árum hefur verið hröð þróun í upplýsingagjöf í ársreikningum félaga. PwC tekur virkan þátt í þróun reikningsskila á Íslandi og leggur áherslu á að miðla þeirri þróun og breytingum til viðskiptavina  ásamt öðrum áhersluatriðum sem ársreikningaskrá hefur í sínu eftirliti hverju sinni. 

 

Önnur reikningsskilaþjónusta

Hjá PwC á Íslandi starfa einstaklingar sem hafa viðtæka þekkingu og reynslu af reikningsskilum fjármála- og vátryggingarfyrirtækja. Við veitum viðskiptavinum okkar ýmsa sérhæfða reikningsskilaþjónstu á þessu sviði.

Dæmi um aðra þjónustu sem við veitum:

  • Reikningshald vegna samruna og skiptinga
  • Aðstoð við að setja upp og skrá fjárhagsferla
  • Aðstoð við gerð reikningsskilahandbóka
Fylgstu með okkur

Contact us

Valgerður Kristjánsdóttir

Valgerður Kristjánsdóttir

Eigandi, PwC Iceland

Hide