Bókhald & laun

Bókhaldsþjónusta löguð að þínum þörfum

Dome hús með norðurljós

Bókhald & Laun

PwC býr yfir umfangsmikilli reynslu af þjónustu við bókhald og launavinnslur fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Þjónusta okkar er löguð að þörfum og óskum viðskiptavina okkar.

Við tökum að okkur afleysingar í bókhaldsdeildum viðskiptavina okkar og getum veitt aðstoð í bókhaldi og launavinnslum á álagstímabilum í rekstri.

Bókhald & laun leggur áherslu á rafrænar og umhverfisvænar lausnir.

Á starfsstöðvum okkar víða um land búum við yfir reynslumiklum hópi bókara.

 

Rafræn lausn fyrir bókhaldið þitt

Við bjóðum upp á rafræna lausn fyrir bókhaldið þitt og þú hefur aðgang að kerfinu hvenær sem þér hentar.

Bókhaldið er uppfært reglulega og veitir kerfið þér góða yfirsýn yfir stöðu rekstursins hverju sinni.

Boðið er upp á samþykktarkerfi fyrir einn eða fleiri samþykkjendur, rafrænar sendingar og móttaka reikninga.

Umhverfisvænt bókhald – enginn pappír

  • Færsla bókhalds er undirstaða góðs árangurs í fyrirtækjarekstri.
  • Við tökum að okkur færslu bókhalds fyrir allar stærðir fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga.
  • Áhersla er lögð á rafrænar og umhverfisvænar lausnir. Þjónustan er löguð að þörfum og óskum viðskiptavina okkar. 
Tveir einstaklingar að takast í hendur
Kona í síma með borg í bakgrunni

Launin í öruggum höndum 

Laun starfsmanna eru oft viðkvæm. Með úthýsingu launavinnslu er hægt að takmarka aðganga að launaupplýsingum starfsmanna og tryggja launaleynd.  Launin eru reiknuð í okkar launakerfi en einnig er mögulegt að tengjast launakerfi viðskiptavina ef þess er óskað.  Í boði er launavinnsla fyrir allan starfsmannahópinn eða hluta hans, eins og stjórnendur eða stjórnarmenn.  Hjá PwC starfar öflugur hópur launafulltrúa með víðtæka þekkingu og áralanga reynslu.

  • PwC býr yfir umfangsmikilli reynslu af launavinnslum fyrir fyrirtæki af ýmsum stærðum. Ferli okkar í launavinnslu eru einföld og skilvirk og ganga hratt og örugglega fyrir sig.
  • Við bjóðum umsjón með öllum mánaðarlegum skilum á skilagreinum til skattyfirvalda, lífeyrissjóða, stéttarfélaga og annarra stofnana.
  • Við einföldum utanumhald stjórnenda og minnkum álag sem getur myndast um mánaðarmót.
Kona í símanum

Uppgjör og skattskil

PwC býður upp á sérfræðiþjónustu á sviði uppgjörsmála, hvort sem um er að ræða gerð ársreikninga eða árshlutareikninga.

Í tengslum við gerð ársreikninga bjóðum við upp á gerð skattskila og skil á öllum þeim skýrslum sem skattyfirvöld óska eftir frá lögaðilum.

Með því að nota sérhæfða þekkingu PwC í uppgjörsmálum getur þú tryggt áreiðanlega upplýsingagjöf til stjórnenda.

Fylgstu með okkur

Contact us

Ágúst Kristinsson

Ágúst Kristinsson

Sviðsstjóri Bókhald og laun , Partner, PwC Iceland

Sími 855 2244

Hide