Kröfur til fyrirtækja um áreiðanlegar upplýsingar varðandi sjálfbærni eru að aukast. Ný tilskipun Evrópusambandsins, CSRD sem nær til stórra fyrirtækja er ítarleg og gildissvið víðtækt. Þó að tilskipunin nái til stórra fyrirtækja munu fjárfestar, samstarfsaðilar, neytendur og viðskiptavinir áfram hafa áhuga á áreiðanlegum upplýsingum og í einhverjum tilvikum munu fyrirtæki fylgja CSRD þó að ekki sé krafa um það.
Tilskipunin Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) tekur á kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf og skal fylgja stöðlum EFRAG, European Sustainability Reporting Standards (ESRS).
Miklu skiptir hvernig fyrirtæki taka á þessum málum og mun hafa áhrif á samkeppnisstöðu þeirra, aðlögunarhæfni að loftslagsbreytingum og aðgengi að fjármagni.
Gloppugreining gefur stjórnendum yfirsýn yfir helstu atriði sem þarf að breyta og aðlaga að ESRS en metnar eru sjálfbærniupplýsingar fyrirtækisins gagnvart ESRS kröfum.
Hugbúnaðarlausn PwC - Sustainability Reporting Manager aðstoðar við vinnuna
Hulda Steingrímsdóttir, leiðtogi í sjálfbærni
Gloppugreining dregur fram það sem er komið hjá fyrirtækinu, hvað þarf að gera varðandi stefnu, markmið og aðgerðir og hvaða mælikvarða þarf að birta.
Gloppugreining PwC nýtist fyrirtækjum á eftirfarandi hátt:
Hraðar skipulagi og vinnu við innleiðingu CSRD
Metur gloppur í fjórum flokkum; gögnum, stefnum, útreikningum og texta
Sjónræn og nákvæm yfirsýn yfir atriði sem þarf að breyta og/eða laga fyrirkomandi kröfur um upplýsingagjöf um sjálfbærni.
PwC framkvæmir gloppugreininguna í þremur skrefum:
Aron Friðrik Georgsson
Sérfræðingur í sjálfbærnimálum, PwC Iceland
Hulda Steingrímsdóttir
Leiðtogi sjálfbærnimála, PwC Iceland