Stefnumótun í sjálfbærni og innleiðing

Stenst viðskiptamódel ykkar tímans tönn?

Fyrirtæki sem samþætta sjálfbærni viðskiptamódeli sínu og stjórnun munu bæta samkeppnishæfni, orðspor, áhættustýringu, opna fyrir ný viðskiptatækifæri og mæta auknum kröfum um sjálfbærni frá hagsmunaaðilum fyrirtækisins. Við getum aðstoðað ykkur við að greina tækifæri sem felast í grænum umskiptum og að undirbúa fyrirtækið fyrir framtíðarkröfur.

Hanne Løvstad, leder for klima- og bærekraftstjenester

Hulda Steingrímsdóttir, leiðtogi í sjálfbærni

Á komandi árum munum við sjá skýrari vísbendingar um að vinna að sjálfbærni skilar sér í betri samkeppnishæfni. Fyrirtæki sem standa sig best í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda munu vekja athygli. Í auknum mæli munu fyrirtæki og opinberir aðilar velja birgja sem geta hjálpað þeim að draga úr losun í samræmi við Parísarsamkomulagið, þ.e. skaffa vöru eða þjónustu sem veldur minni losun en samkeppnisaðilinn

Hulda SteingrímsdóttirLeiðtogi í sjálfbærni, PwC á Íslandi

Hvernig getum við hjálpað þér?

PwC aðstoðar fyrirtæki við að þróa stefnur og áætlanir sem tryggja að viðskiptamódel og stefna fyrirtækisins samrýmist umskiptum yfir í sjálfbært hagkerfi og sé í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um 1,5°C. Aðferðafræði PwC til að móta sjálfbæra heildarstefnu er í fjórum skrefum:

  • Skilgreina þýðingarmikla sjálfbærnimálaflokka fyrirtækisins.
  • Útfæra tækifæri og möguleika þeirra, sem taka mið af innri og ytri þáttum fyrirtækisins og kröfum um sjálfbærni.
  • Móta stefnu með skýrum áherslum og markmiðum.
  • Nánari útfærsla á stefnu og markmiðum með lykilmælikvörðum, og aðgerðaáætlun sem taka tillit til mögulegra markmiðsárekstra.
  • Samkvæmt komandi kröfum (t.d. CSRD) um sjálfbærniupplýsingar, skal útlista samspil þýðingarmikilla áhrifa, áhættu, tækifæra við stefnu og viðskiptamódel fyrirtækis.

PwC getur einnig aðstoðað við að móta sértækar stefnur sem horfa til einstakra málaflokka, t.d. loftslagsstefnu.

Heyrðu í sérfræðingunum okkar

Hulda Steingrímsdóttir

Leiðtogi sjálfbærnimála, PwC Iceland

Hafðu samband