Tvöföld mikilvægisgreining

Við aðstoðum við að greina virðiskeðjuna og finna hvar áhrif, áhættur og tækifæri liggja

Samkvæmt komandi kröfum skal sjálfbærnistarf og -upplýsingar fyrirtækja byggja á tvöfaldri mikilvægisgreiningu. Tvöföld mikilvægisgreining (e. Double materiality assessment) gerir kröfur um að fyrirtæki greini áhrif í báðar áttir; hvernig fyrirtækið hefur áhrif á samfélag og umhverfi annars vegar og hins vegar áhrif umhverfis og samfélags á afkomu fyrirtækisins. Horfa þarf til virðiskeðju fyrirtækis, hagsmunaaðila og greina áhættu og tækifæri.

Aron Friðrik Georgsson, sérfræðingur í sjálfbærni

Aron Friðrik Georgsson, sérfræðingur í sjálfbærni

Til að sjá heildarmyndina og greina áhrif, áhættur og tækifæri en nauðsynlegt að kortleggja virðiskeðjuna. Þá má sjá betur flókið samspil birgja, eigin starfsemi og viðskiptavina.

Aron Friðrik Georgssonsérfræðingur í sjálfbærni

Hvernig getum við hjálpað?

Farið í gegnum 4 stig tvöfaldrar mikilvægisgreiningar:

  • Skilja samhengi fyrirtækisins sem tengist áhrifum, áhættum og tækifærum, þar á meðal hagsmunaaðilum fyrirtækisins, helstu starfsemi, viðskiptasambönd og viðeigandi sjálfbærniviðfangsefnum (ESRS) í þínu eigin fyrirtæki og allri virðiskeðjunni
  • Þekkja raunveruleg og hugsanleg áhrif (bæði neikvæð og jákvæð), svo og áhættu og tækifæri, með greiningu og viðræðum við innri og ytri hagsmunaaðila og sérfræðinga
  • Meta mikilvægi út frá afleiðingum og líkum. Ákvarða endanlegan lista yfir mikilvæg viðfangsefni byggð á mati á mikilvægi áhrifa, áhættu og tækifæra
  • Ákveða þröskuld til að ákvarða hvaða viðfangsefni verður fjallað um í sjálfbærniskýrslum komandi ára og skilgreina sameiginlegan skilning fyrir mat og ákvarðanir

Heyrðu í sérfræðingunum okkar

Aron Friðrik Georgsson

Sérfræðingur í sjálfbærnimálum, PwC Iceland

Hafðu samband

Hulda Steingrímsdóttir

Leiðtogi sjálfbærnimála, PwC Iceland

Hafðu samband