Kolefnisbókhald

Við aðstoðum við að reikna út kolefnispor og greinum hvar má draga saman

Kolefnisspor fyrirtækja samanstendur af umfangi 1, 2 og 3, beinum og óbeinum áhrifum ásamt virðiskeðju. Þegar fyrirtæki upplýsa um kolefnisspor sitt þarf því að horfa til virðiskeðju fyrirtækis, birgja og viðskiptavina og greina hvar áhrif fyrirtækisins liggja.

Samkvæmt GHG staðlinum skipta fimm þættir meginmáli þegar kemur að loftslagsbókhaldi: 

  • Vægi (e. relevance); tryggja að loftslagsbókhaldið innihaldi bæði nægar upplýsingar fyrir ytri og innri notendur til byggja ákvarðanir á og að það taki til viðeigandi hluta starfseminnar. 
  • Heildstæðni (e. completeness); að allir viðeigandi losunarvaldar fyrir starfsemi fyrirtækisins séu teknir með í reikninginn. 
  • Samræmi (e. Consistency); upplýsingar skulu vera sambærilegar yfir tíma.  
  • Gagnsæi (e. Transparency); upplýsingum sé safnað á þann hátt að unnt sé að taka þær til endurskoðunar, bæði fyrir innri og ytri aðila og að skilyrði, forsendur, frávik, tilvísanir og heimildir séu tilgreindar. 
  • Nákvæmni (e. Accuracy); að gögn séu nógu nákvæm til að lesendur geti treyst niðurstöðunum. Að áætlanir og útreikningar séu með þeim hætti að niðurstöður séu eins réttar og mögulegt er.
Aron Friðrik Georgsson, sérfræðingur í sjálfbærni

Aron Friðrik Georgsson, sérfræðingur í sjálfbærni

Kortlagning kolefnisspors er fyrsta skrefið í að ná utan um áhrif fyrirtækisins í loftslagsmálum og grunnurinn að raunverulegum samdrætti í útblæstri

Aron Friðrik Georgssonsérfræðingur í sjálfbærni

Hvernig getum við hjálpað?

Byggt á gögnum frá birgjum, eigin starfsemi og viðskiptavinum er kolefnisspor reiknað: 

  • Umfang 1, 2 og 3 reiknað
    • Umfang 1: nær til beinnar losunar fyrirtækisins 
    • Umfang 2: nær til beinna áhrifa vegna orkunotkunar 
    • Umfang 3: nær til óbeinar losunar og virðiskeðjunnar
  • Eftir að gögnum hefur verið safnað og kolefnisspor reiknað út þarf að ákvarða lykilmælikvarða til að fylgjast með þróun kolefnislosunar
  • Ákvarða aðgerðir sem draga úr kolefnislosun til framtíðar og stuðla að því að fyrirtækið nái markmiðum Parísarsamkomulagsins

Heyrðu í sérfræðingunum okkar

Aron Friðrik Georgsson

Sérfræðingur í sjálfbærnimálum, PwC Iceland

Hafðu samband

Hulda Steingrímsdóttir

Leiðtogi sjálfbærnimála, PwC Iceland

Hafðu samband