Flokkunarreglugerð ESB - ráðgjöf

Við aðstoðum fyrirtæki við að uppfylla og birta upplýsingar í samræmi við kröfur flokkunarreglugerðar ESB (EU Taxonomy)

Græni sáttmáli ESB er einhver metnaðarfyllsta og yfirgripsmesta áætlun heims um græn umskipti. Til að ná þeirri áætlun hefur ESB sett fram aðgerðaáætlun og reglugerðir sem snúa að fjármálageiranum. Hugmyndin er að reglugerðirnar hafi keðjuverkandi áhrif á alla starfsemi sambandsins til lengri tíma litið. Ein umtalaðasta reglugerðin er flokkunarreglugerðin fyrir sjálfbæra starfsemi – flokkun sem skilgreinir hvaða starfsemi er samþykkt sem sjálfbær innan ESB.

Örn Valdimarsson, eigandi PwC Íslandi

Örn Valdimarsson, eigandi PwC Íslandi

Til að undirbúa sig sem best ættu fyrirtæki sem og fjármálafyrirtæki að yfirfara starfsemi sína og meta áhrif sín á umhverfi og samfélag. Þar með talið ófjárhagslegar upplýsingar. Fyrirtæki sem ná góðum tökum á verkefninu munu ekki aðeins tryggja að farið sé að væntanlegum kröfum heldur einnig að tryggja sér ávinning í formi hagstæðari fjármögnunarkjara.

Örn ValdimarssonEigandi, PwC Íslandi

Hvernig getum við aðstoðað þig?

  • Kortlagning á starfsemi ykkar miðað við tæknileg matsviðmið flokkunarreglugerðar
  • Skjölun og staðfesting að tæknilegumviðmiðum sé mætt
  • Aðstoð við að innleiða kröfur í ferlum og kerfum
  • Lögfræðileg aðstoð
  • Skýrslugerð samkvæmt flokkunarreglugerð ESB, Corporate Sustainabilty Reporting Directive (CSRD) og Sustainable Finance Disclosure Regulation (SFDR) við útgáfu ársreikninga.

 

Heyrðu í sérfræðingunum okkar

Hulda Steingrímsdóttir

Leiðtogi sjálfbærnimála, PwC Iceland

Hafðu samband

Aron Friðrik Georgsson

Sérfræðingur í sjálfbærnimálum, PwC Iceland

Hafðu samband

Alfreð Andri Alfreðsson

Lögfræðingur, PwC Iceland

Hafðu samband