Hvað er The New Equation?

The New Equation er ný hugmyndafræði og stefna PwC sem er leiðarljós félagsins til að takast á við þær víðtæku og flóknu áskoranir sem fyrirtæki og samfélög standa frammi fyrir.

Við sameinum allt það sem við bjóðum upp á í nýjum, skapandi leiðum til að byggja upp traust, skila sjálfbærum árangri og hjálpa viðskiptavinum að leysa mikilvægustu viðfangsefni sín.

Allt frá því að fjárfesta í færni og nýrri getu og tækni til að styrkja fólkið okkar, til þess að leiða saman fólk með ólíkan bakgrunn, með fjölbreytta reynslu og sjónarmið, erum við staðráðin í að fjárfesta samhliða viðskiptavinum okkar til að skila árangri sem skiptir máli.

Þetta mætist allt í The New Equation.

Playback of this video is not currently available

2:32

The New Equation

View Transcript
Robert Moritz

Stefna sem ætlað er að leysa jafnt áskoranir dagsins í dag sem og morgundagsins.

Markmið alþjóðlegrar stefnu PwC endurspeglar grundvallarbreytingar á því rekstrarumhverfi sem viðskiptavinir og hagaðilar standa frammi fyrir, þar með talið tæknibreytingar, loftslagsbreytingar, breytingar í samfélögum og framtíðaráhrif COVID-19 faraldursins á líf fólks.

Djúpstæðar breytingar í heiminum gera það að verkum að viðskiptavinir okkar geta aðeins náð árangri með því að búa til hringrás milli þess að afla trausts og skila viðvarandi sjálfbærum árangri. Með því að sameina okkar einstöku hæfileika getum við hjálpað viðskiptavinum okkar að gera það - og afhjúpað verðmæti fyrir hluthafa þeirra, aðra hagaðila og þjóðfélagið í heild.

-Robert E. Moritz, Forstjóri PricewaterhouseCoopers International Limited

Hvernig við sköpum verðmæti?

Playback of this video is not currently available

1:30

The New Equation Global

View Transcript

Heimurinn í dag er ekki einfaldur og áskoranirnar sem fyrirtæki og samfélög standa frammi fyrir eru flóknar.

Það þarf að mæta þessum áskorunum frá nýju sjónarhorni. Þær krefjast hugvitssemi, ástríðu og reynslu ásamt nýjustu tækni. Þær krefjast annars og meira en þess augljósa.

Að leita lausna til að greina, greiða úr og skilja heiminn.

Skapandi hugsun og snjöll tækni sameinast ferskum, fjölbreyttum sjónarmiðum til að ná lengra en það sem gert hefur verið með fyrri lausnum. Saman mynda skapandi hugsun og snjöll tækni nýjar leiðir og lausnir sem umbreyta árangri fyrirtækja til betri og sjálfbærari árangurs.

Við erum vettfangur þeirra sem sameinast með nýrri nálgun með það að markmiði að skapa nýjar lausnir fyrir nýja tíma.

Kona í mannmergð
Byggjum upp traust í dag og á morgun

Traust hefur aldrei verið mikilvægara. Það er hlekkurinn sem tengir saman félagið þitt, fólkið þitt, viðskiptavini þína, hagsmunaaðila og heiminn. Við vitum að traust er ekki eitthvað sem þú getur keypt tilbúið. Þú vinnur þér það inn með samskiptum, reynslu og samböndum.

Við skilum hágæða árangri með heilindum, óbilandi hlutlægni og mikilli fjárfestingu í gögnum, tækjum, tækni, vörum og þjónustu. Niðurstaðan er umhverfi þar sem lipurð, stöðugleiki og innsæi blómstrar og þar sem fólkið okkar getur veitt viðskiptavinum þann framúrskarandi árangur sem þeir vonast eftir, aftur og aftur.

Við skoðum vandamál frá nýjum sjónarhornum til að finna lausnir sem skila langvarandi árangri og byggja upp traust.

Áskoranir nútímans eru flóknar og krefjast einhvers annars en þess augljósa. Með því að sameina óvæntar samsetningar af færni, reynslu og tækni getum við hjálpað til við að móta framtíðina.

Learn more

 

Tvær manneskjur labba í sveit
Sjálfbærar niðurstöður

Að skila viðvarandi árangri sem skiptir máli.

Ekkert er einfalt í heiminum í dag. Þau leiðarljós sem áður þóttu skynsamleg hafa breyst - og tækifæri og áskoranir geta nú víxlast á örskotsstundu. Þegar leikreglurnar eru ekki lengur augljósar þarftu að sjá lengra en sem nemur deginum í dag til að skila árangri sem heldur áfram að skapa verðmæti fyrir þig, fólkið þitt, hagsmunaaðila þína og samfélögin sem þú býrð og starfar í.

Við teljum að fyrirtæki hafi mikilvægu hlutverki að gegna við að leysa stærstu vandamál þjóðfélagsins. Þess vegna fjárfestum við á þeim sviðum sem skipta mestu máli, byggjum upp getu okkar í ESG og Net Zero og sameinum fjölbreytta reynslu og færni mannauðs okkar og nýstárlega tækni til að skila varanlegum árangri sem skiptir máli.

Learn more

Kona að vinna fyrir framan fullt af skjáum
Leidd af fólki, knúin áfram af tækni

Við fjárfestum í tækni sem eflir mannauð okkar og þá færni og sérþekkingu sem hann býr yfir. The New Equation er nálgun sem er leidd af fólki og knúin áfram af tækni. Þar sameinast mannleg hugvitssemi tækninýjungum og reynslu til að skila hraðari, betri og vitrænni niðurstöðum sem byggja upp traust.

Valdefld teymi sem sameina færni sína og tækni til að leysa raunverulegar mannlegar þarfir.

7 millj. klst

Við hjá PwC umbreyttum okkur með alþjóðlegu frumkvöðlaframtaki sem tók 7 milljón klukkustundir af venjulegri vinnu og stýrði henni í átt til verðmætari aðgerða sem mæta þörfum viðskiptavinanna og fólkið okkar hafði gaman af að koma í framkvæmd. Fólk og tækni að vinna saman að betri árangri.

Að efla gæði vinnu okkar með því að fjárfesta í því nýjasta í stafrænni getu.

The New Equation er nálgun sem er leidd af fólki og knúin áfram af tækni. Hjá okkur vinna fólk og tækni saman hönd í hönd. Þetta snýst um hvernig hugvit mannsins sameinast tækni til að skila hraðari, vitrænni og betri árangri og byggir samtímis upp traust í virðiskeðjunni.

Learn more

Fylgstu með okkur

Contact us

Friðgeir Sigurðsson

Friðgeir Sigurðsson

Forstjóri, PwC Iceland

Sími 550 5366

Hide