PwC á Íslandi 100 ára
PwC á Íslandi rekur uppruna sinn til 24. september árið 1924 þegar Niels Manscher og Björn E. Árnason stofnuðu endurskoðunar og bókhaldsstofu í Reykjavík. Stofnun þess fyrirtækis, sem var fyrsta endurskoðunarfyrirtæki hérlendis, markar því einnig upphaf endurskoðunar á Íslandi. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina vaxið í takt við þróun atvinnulífs á Íslandi með innri vexti, sameiningum og nafnabreytingum. Fyrirtækið varð á árinu 1998 fullgildur aðili að alþjóðlegu neti PricewaterhouseCoopers. PwC á alþjóðavísu starfar í yfir 150 löndum og veitir sérfræðiþjónustu á sviði endurskoðunar, skatta og ráðgjafar.
Hjá PwC á Íslandi starfa um 120 sérfræðingar á 5 starfsstöðvum á landinu. PwC hefur verið í núverandi höfuðstöðvum sínum að Skógarhlíð 12 síðan 2001.
Ljósbrá Baldursdóttir forstjóri PwC
„Þetta er mikill gleðidagur sem markar tímamót bæði hjá fyrirtækinu og ennfremur fyrir endurskoðun sem fag á Íslandi. Við erum stolt af því að hafa verið mikilvægur þátttakandi í íslensku atvinnulífi í heila öld og þannig hjálpað viðskiptavinum okkar um allt land að skapa verðmæti. Ég vil nota tækifærið og óska núverandi og fyrrverandi starfsmönnum PwC sem og fjölmörgum viðskiptavinum félagsins í gegnum tíðina til hamingju með 100 ára afmælið” segir
Ljósbrá Baldursdóttir forstjóri PwC.