Omnibus = aukið svigrún til jákvæðra breytinga?

ESB birti 26. febrúar 2025 svokallaðan Omnibus en það eru tillögur að einföldun regluverks ESB á sviði sjálfbærni.  Nú hefst samráðsferli sem lýkur í lok árs. Gera má ráð fyrir að omnibus hafi áhrif á íslenska löggjöf, CSRD fer að öllum líkindum fyrir haustþing og mun væntanlega taka mið af þessum nýju viðmiðum. PwC vonast til þess að með einfölduninni verði aukið svigrún til að innleiða sjálfbærari lausnir um leið og samkeppnishæfni fyrirtækja verður efld.

Hver er tilgangur Omnibus ESB?

Einföldum á regluverki á að auka samkeppnishæfni um leið og stutt er við umskipti yfir í sjálfbært hagkerfi. Einföldunin nær til CSRD (Corporate Sustainability Reporting Directive), flokkunarreglugerðar ESB (EU Taxonomy), CSDDD (Corporate Sustainability Due Diligence Directive) og CBAM. 

Helstu atriði:

  • Gildissvið CSRD: CSRD mun eingöngu ná til fyrirtækja með yfir 1.000 starfsmenn og 50 milljón evra veltu - önnur eru undanskilin, a.m.k. á næstunni. Fyrirtæki með færri en 1.000 starfsmenn geta þó fylgt ESRS staðlinum sem verður einfaldaður. Áætlað er að þetta fækki fyrirtækjum sem falla undir CSRD um 80%.
  • Minni kröfur í virðiskeðju: Til að draga úr áhrifum CSRD, skulu fyrirtæki sem falla undir CSRD ekki krefja upplýsinga úr virðiskeðju sinni, umfram það sem mælt er með í Voluntary Sustainability Standard (VSME), frá samstarfsaðilum með færri en 1.000 starfsmenn. 
  • Engir sértækir ESRS staðlar vegna CSRD: Vegna CSRD skal fylgja ESRS stöðlum sem í dag eru almennir. Ákveðið hefur verið að hætta við sértæka ESRS staðla fyrir ólíkar atvinnugreinar. Það mun skapa meiri einsleitni í skýrslugerð, sem muni veita fyrirtækjum meiri fyrirsjáanleika og sveigjanleika í skýrslugerð. 
  • Flokkunarreglugerð ESB: Fyrirtæki sem falla undir CSRD (sjá hér að ofan) með yfir 1.000 starfsmenn og veltu yfir 450 milljónir evra eru áfram háð flokkunarreglugerðinni og tengdum framseldum gerðum hennar. Fyrirtæki sem falla undir CSRD (sjá hér að ofan) með yfir 1.000 starfsmenn og veltu undir 450 milljónum evra hafa val um að gera grein fyrir flokkunarreglugerð.
  • Eingöngu takmörkuð staðfesting: Eingöngu verður gerð krafa um takmarkaða staðfestingu en ekki hæfilega.
  • Frestun gildistöku CSDDD
  • CBAM verður einfaldað
Fylgstu með okkur