Góður vöxtur í skráningum á markað á Norðurlöndunum árið 2024
PwC hefur gefið út samantekt um skráningar hlutabréfa á markaði í Norðurlöndunum 2024. Alls voru 36 nýskráningar á hlutabréfamarkaði Norðurlandanna, sem er veruleg aukning frá árinu á undan þegar nýskráningar voru alls 21.
Í samantektinni má sjá að alls sóttu félög 1.573 milljónir evra í fjármögnun samanborið við 901 milljón evra árið áður. Sem fyrr eru flestar nýskráningar í Svíþjóð en einnig var góður gangur í nýskráningum í Noregi. Í báðum löndum voru fasteignafélög áberandi meðal nýskráðra félaga. Rólegra var yfir mörkuðum í Danmörku, Finnlandi og Íslandi.
Horfur fyrir skráningar á markaði Norðurlandanna árið 2025
Gagnvart árinu 2025 ríkir hófleg bjartsýni á öllum Norðurlöndunum um að skráningarmarkaðurinn muni halda áfram að taka við sér. Verðbólga hefur jaðnað og stýrivextir hafa farið lækkandi. Hagvaxtarhorfur á Norðurlöndum eru almennt taldar góðar. Því er talinn góður grunnur fyrir nýskráningar hlutabréfa. Eftir sem áður er þó nokkur óvissa um þróun efnahagsmála á heimsvísu og víða gætir óróleika á pólitíska sviðinu, sem getur haldið aftur af efnahagsþróun og uppgangi á hlutabréfamörkuðum.