Eftirlit með stjórnarháttum er lykilatriði í huga fjárfesta

Share of responders who think these topics are important

Góðir stjórnarhættir er sá þáttur sem flestir fjárfestar nefna sem mikilvægan við mat og eftirlit með fyrirtækjum sem þeir fjárfesta í. Þetta má sjá í niðurstöðum í  árlegri könnun PwC, “PwC 2024 Global Investor Survey”. Aðrir þættir sem margir fjárfestar nefna eru m.a. nýsköpun, hæfi stjórnenda, mannauðsmál og netöryggi.

PwC Global framkvæmdi könnun meðal 345 fjárfesta og greinenda um allan heim og yfir alla eignaflokka til að fræðast um væntingar þeirra til efnahagsmála og fyrirtækja sem þau fjalla um. Auk spurningakönnunar fól könnunin í sér viðtöl við þáttakendur þar sem dýpra var kafað í ýmsa þætti, svo sem tækifæri og ógnanir vegna tækniþróunar, viðhorf til umhverfisáherslna og margt fleira.

Nánari umfjöllun um PwC 2024 Global Investor Survey má finna hér.

Fylgstu með okkur