Berglind nýr meðeigandi hjá PwC
Nýverið bættist Berglind Hákonardóttir í eigendahóp PwC.
Berglind hefur starfað hjá PwC um 16 ára skeið og nú eru samtals 15 eigendur hjá PwC.
Berglind Hákonardóttir endurskoðandi
Berglind útskrifaðist með Cand. oecon. gráðu frá Háskóla Íslands árið 2003 og hlaut löggildingu í
endurskoðun árið 2006.
Berglind hóf störf hjá PwC í ársbyrjun 2008. Við komu hennar til PwC var opnuð starfsstöð á Hvolsvelli
sem hún hefur stýrt frá upphafi en starfsmenn þar eru nú 5 talsins.
Berglind hefur víðtæka reynslu af reikningshaldi og endurskoðun stórra og smárra fyrirtækja í fjölbreyttum
atvinnugreinum, m.a. töluverða reynslu í þjónustu við sveitarfélög.
Berglind býr á Hvolsvelli með þremur börnum sínum.