Sjálfbærniupplýsingar - loforð og raunveruleiki

Cultivated landscape

Fyrirtæki eru farin að sjá ávinning CSRD en glíma við tímaskort og flækjustig í innleiðingu. 

Samkvæmt nýrri könnun um komandi sjálfbærniupplýsingar (CSRD) og stöðuna; PwC Global CSRD survey, virðist sem markmið laganna gefi árangur en innleiðingin leiðir til þess að aukinn þungi er á sjálfbærnimál í ákvörðunum fyrirtækja. Um 75% fyrirtækja segjast taka mið af sjálfbærni við ákvarðanatöku eða ætla að gera það. Fyrirtæki sjá einnig fjölda tækifæra sem innleiðingin leiðir af sér, einkum bættur árangur í umhverfismálum, bætt samskipti við hagsmunaaðila og betri áhættustýring. Einnig nefna fyrirtækin bætta frammistöðu varðandi félagslega þætti, bætta stjórnunarhættir, samkeppnisforskot, bætt lánakjör og sparnað. 

En könnunin dregur einnig fram ýmis vandamála sem við á Íslandi getum lært af. Helst er  nefnt að ekki náist að klára verkefni/upplýsingar í fyrstu atrennu (lærdómurinn er, byrjum strax að undirbúa), of lítil þátttaka stjórnenda í sumum fyrirtækjum og of lítil tæknivæðing í gagnasöfnun og skilvirkri skýrslugerð. 

  • 35% aðspurðra hafa lokið mati á umfangi (upplýsingar sem þarf að staðfesta)

  • 33% svarenda hafa lokið tvöfaldri mikilvægisgreiningu

  • 29% svarenda hafa lokið gloppugreiningu (e. gap analysis) á upplýsingum samkvæmt CSRD

Fylgstu með okkur