Markaðslaun PwC

Upplýstar launaákvarðanir á grundvelli bestu tiltæku upplýsinga

Markaðslaun PwC er stærsta launarannsókn sinnar tegundar á Íslandi og kemur nú út í 47. sinn. Til þess að tryggja að fyrirtæki hafi sterkan grundvöll til launaákvarðana fara öll launagögn í gegnum umfangsmikið gæðaeftirlit og flokkun starfa er byggð á áratugalangri reynslu sérfræðinga PwC. Nýttu þér öflugasta launaviðmið landsins til að koma launamálunum í toppstand.

160+

Launaupplýsingar fyrir fleiri en 160 starfsheiti þar sem stuðst er við Ístarf starfaflokkunarkerfið

20.000+

Rannsóknin byggir á launaupplýsingum fyrir rúmlega 20 þúsund launþega á hverju ári

>10%

Rannsóknin tekur því til rúmlega 10% launþega á íslenskum vinnumarkaði

15%

Afsláttur er veittur fyrir skuldbindingu til þriggja ára
 

Woman walking up a staircase

Skynsamlegar, upplýstar launaákvarðanir

Á ári hverju gerum við grein fyrir Markaðslaunum á Íslandi fyrir yfir 160 starfsheiti og eru upplýsingarnar settar fram á grunni launaupplýsinga yfir 20 þúsund einstaklinga. Fjöldi stjórnenda reiða sig á þekkingu okkar á sviði launamála, enda búum við yfir upplýsingum um 10% launþega á vinnumarkaðnum.

Markaðslaun PwC eru gefin út á grunni upplýsinga frá þátttökufyrirtækjum úr öllum helstu atvinnugreinum hér á landi. Fjölbreyttur bakgrunnur þátttakenda styrkir viðmiðið og tryggir að þær launatölur sem settar eru fram fangi margbreytileika íslenskra fyrirtækja og endurspegli íslenskan vinnumarkað sem allra best.

Taktu þátt í Markaðslaunum PwC

 

Með þátttöku í Markaðslaunum PwC færð þú aðgang að áreiðanlegum launaupplýsingum fyrir yfir 150 starfsheiti. 

Einnig færð þú aðgang að sérfræðingum okkar í mannauðsráðgjöf sem hafa víðtæka þekkingu á launa- og mannauðsmálum, sem byggist á áratugalangri reynslu.

Þátttökugjald fyrir Markaðslaun 2025 er 320.000 kr. og er 15% afsláttur veittur fyrir þriggja ára skuldbindingu.

Ferlið við úrvinnslu launaupplýsinga

Eftir að launagögnum hefur verið safnað framkvæmir Markaðslaunateymi PwC umfangsmikla greiningu á upplýsingunum. Launaupplýsingar fyrir hvert starfsheiti eru greindar niður á bakgrunnsbreytur svo að þú getir nálgast eins nákvæman launasamanburð og þér hentar.

  • Bakgrunnsbreytur starfsfólks

Meðal þeirra bakgrunnsbreyta sem horft er til í Markaðslaunum PwC eru kyn, aldursbil, starfsreynsla og ábyrgðarstig stjórnenda og sérfræðinga. Allt eru þetta breytur sem geta haft áhrif á launasetningu.

Launaupplýsingar eftir bakgrunnsbreytum hjálpa stjórnendum og mannauðssérfræðingum að taka vel ígrundaðar launaákvarðanir byggðar á raunverulegu markaðsvirði ákveðinna þátta, s.s. starfsreynslu í tilteknu starfi.

  • Stjórnendur og sérfræðingar

Í Markaðslaunum PwC eru launaupplýsingar einnig birtar eftir þrepi stjórnenda, enda hefur það margt að segja um skyldur og ábyrgð viðkomandi og þar með launasetningu. 

Á síðasta ári voru launaupplýsingar einnig sundurliðaðar eftir stigi sérfræðinga í fyrsta sinn, enda hefur hópurinn breikkað undanfarin ár og launabil innan hópsins sömuleiðis. Til að gefa skýrari mynd af þessum breiða hópi er sérfræðistörfum raðað niður í þrjá flokka eftir reynslu, ábyrgð og inntaki mismunandi sérfræðistarfa.

  • Bakgrunnsbreytur vinnuveitanda/fyrirtækja

Við vitum að markaðslaun fyrir sambærileg störf geta verið mismunandi eftir eiginleikum fyrirtækja, svo sem stærð þeirra og atvinnugreinar starfseminnar. Í Markaðslaunum PwC eru launaupplýsingar því einnig sundurliðaðar eftir bakgrunnsbreytum fyrirtækja. Settar eru fram launatölur eftir atvinnugrein, starfsmannafjölda og veltu. Þannig getur þú nálgast upplýsingar um hvað sams konar fyrirtæki og þitt greiða fyrir viðkomandi starf.

  • Samsetning hóps

Birtar eru upplýsingar um samsetningu hóps, þar á meðal kynjahlutföll innan hóps, aldursdreifingu, menntunarstig og algengustu menntun.

Upplýsingar um samsetningu hóps geta hjálpað þér við að átta þig á eiginleikum þeirra sem sinna viðkomandi starfi. Við ráðningu gæti til dæmis verið gagnlegt að bera menntunarstig umsækjenda saman við það sem gengur og gerist á markaðnum. 

Til þess að tryggja að gögn séu ekki rekjanleg eru niðurstöður aðeins birtar ef hópur samanstendur af fimm eða fleiri einstaklingum.

 

woman looking out of a window
Business meeting including people

Ítarleg gagnayfirferð

Við leggjum mikið upp úr gæðum þeirra gagna sem liggja til grundvallar Markaðslaunum PwC, enda vitum við að niðurstöður verða aðeins eins góðar og gæði þeirra gagna sem þær byggja á.

Þegar gögnum er skilað fara þau í gegnum umfangsmikið gæðaeftirlit sem við vinnum stöðugt að því að þróa og bæta svo að viðskiptavinir okkar fái sem besta mynd af raunverulegri stöðu á markaðnum. Þar spilar áratugalöng reynsla sérfræðinga okkar lykilhlutverk, sérstaklega þegar kemur að flokkun starfa og Ístarf starfaflokkunarkerfinu.

Algengar spurningar

Þátttakendur í Markaðslaunum PwC fá afhent skjal með upplýsingum og leiðbeiningum um hvernig eigi að fylla inn gögnin og skila þeim til okkar. Gögnum sem er skilað eru allar helstu launagreiðslur sem haldið er utan um í launahugbúnaðakerfum. Flest launahugbúnaðakerfi bjóða upp á að skrá út gögnin sem þarf að skila með einum hnappi. Gögnin eru svo send til PwC annað hvort í gegnum örugga skilagátt eða með því að senda gögnin beint til okkar í læstu skjali.

Allar upplýsingarnar eru nýttar við gerð Markaðslauna, annaðhvort beint sem hluti af niðurstöðum, eða í gæðaferlinu til að stemma launa- og bakgrunnsgögnin af. Sum fyrirtæki halda ekki utan um allar þær upplýsingar sem óskað er eftir. Í slíkum tilvikum er einfaldlega hægt að sleppa því að fylla út þær upplýsingar vantar.

Þegar gögnin koma til okkar fer fram yfirgripsmikil vinna við yfirferð á gögnum. Annars vegar við að stemma launagögn af, passa að þau séu réttmæt og að engar kerfisbundnar villur né innsláttarvillur leynist á meðal þeirra. Hins vegar fer ávallt fram ítarleg yfirferð á starfaflokkunum, bæði með tilliti til réttmætrar starfaflokkunar og til hugsanlegra útlaga í launahópum sem gætu gefið skakka mynd af meðallaunum einstara starfsheita. Aðferðafræði villuprófana og yfirferða byggir á áratugalangri reynslu sérfræðinga og stjórnenda Markaðslaunateymis.

Við vinnslu Markaðslauna er lögð sérstaklega rík áhersla á gagnaöryggi og að fullkomnum trúnaði sé haldið um launaupplýsingar einstakra þátttökufyrirtækja og launþega í samræmi við persónuverndarlög.

Eftirfarandi verkferli er fylgt til þess að tryggja að svo sé:

  • Gerður er vinnslusamningur um vinnslu persónuupplýsinga við þátttökufyrirtæki.

  • Nöfn þeirra fyrirtækja sem taka þátt koma hvergi fram.

  • Hver þátttakandi fær ekki upplýsingar um nöfn annarra fyrirtækja sem taka þátt.

  • Ekki er hægt að lesa út úr töflum í skýrslunni niðurstöður einstakra fyrirtækja þrátt fyrir að þátttaka þeirra væri einhverjum kunn.

  • Birting niðurstaðna er sýnd eftir flokkuðum starfsheitum og er án beinna persónugreinanlega upplýsinga.

  • Launatölur í undirgreiningum með færri en fimm launþegum eru ekki birtar.

  • Einvörðungu þeir starfsmenn PwC sem vinna við verkefnið hafa aðgang að frumgögnum.

  • Öll gögn í Markaðslaunum PwC eru geymd á læstu drifi á netþjóni og verkefnadrifið er hýst í vélarsal PwC á Íslandi. ISO 27001 vottaður salur.

  • Gögnin fara ekki út fyrir Ísland.

Hægt er að taka launaupplýsingar fyrir Markaðslaun PwC beint úr launakerfum. Sú þjónusta er tiltæk fyrir eftirfarandi launakerfi:

  • H3 - launakerfi Advania

  • Kjarna - launakerfi Origo

  • Wise laun

 

Niðurstöðurnar eru unnar á tímabilinu nóvember 2024 - janúar 2025. Gæðaferlið í vinnunni er meðal annars fólgið í villuprófun og umfangsmikilli yfirferð á starfaflokkun, sem allt saman tekur tíma. Útgáfudagurinn miðar að því að nægt svigrúm gefist til að vinna þessa mikilvægu vinnu - þannig getum við skilað þér niðurstöðum sem þú getur treyst.
Niðurstöðuskýrsla er birt snemma á árinu 2025.

Woman walking up a staircase

Skynsamlegar, upplýstar launaákvarðanir

Á ári hverju gerum við grein fyrir Markaðslaunum á Íslandi fyrir yfir 160 starfsheiti og eru upplýsingarnar settar fram á grunni launaupplýsinga yfir 20 þúsund einstaklinga. Fjöldi stjórnenda reiða sig á þekkingu okkar á sviði launamála, enda búum við yfir upplýsingum um 10% launþega á vinnumarkaðnum.

Markaðslaun PwC eru gefin út á grunni upplýsinga frá þátttökufyrirtækjum úr öllum helstu atvinnugreinum hér á landi. Fjölbreyttur bakgrunnur þátttakenda styrkir viðmiðið og tryggir að þær launatölur sem settar eru fram fangi margbreytileika íslenskra fyrirtækja og endurspegli íslenskan vinnumarkað sem allra best.

Taktu þátt í Markaðslaunum PwC

 

Með þátttöku í Markaðslaunum PwC færð þú aðgang að áreiðanlegum launaupplýsingum fyrir yfir 150 starfsheiti. 

Einnig færð þú aðgang að sérfræðingum okkar í mannauðsráðgjöf sem hafa víðtæka þekkingu á launa- og mannauðsmálum, sem byggist á áratugalangri reynslu.

Þátttökugjald fyrir Markaðslaun 2025 er 320.000 kr. og er 15% afsláttur veittur fyrir þriggja ára skuldbindingu.

Ferlið við úrvinnslu launaupplýsinga

Eftir að launagögnum hefur verið safnað framkvæmir Markaðslaunateymi PwC umfangsmikla greiningu á upplýsingunum. Launaupplýsingar fyrir hvert starfsheiti eru greindar niður á bakgrunnsbreytur svo að þú getir nálgast eins nákvæman launasamanburð og þér hentar.

  • Bakgrunnsbreytur starfsfólks

Meðal þeirra bakgrunnsbreyta sem horft er til í Markaðslaunum PwC eru kyn, aldursbil, starfsreynsla og ábyrgðarstig stjórnenda og sérfræðinga. Allt eru þetta breytur sem geta haft áhrif á launasetningu.

Launaupplýsingar eftir bakgrunnsbreytum hjálpa stjórnendum og mannauðssérfræðingum að taka vel ígrundaðar launaákvarðanir byggðar á raunverulegu markaðsvirði ákveðinna þátta, s.s. starfsreynslu í tilteknu starfi.

  • Stjórnendur og sérfræðingar

Í Markaðslaunum PwC eru launaupplýsingar einnig birtar eftir þrepi stjórnenda, enda hefur það margt að segja um skyldur og ábyrgð viðkomandi og þar með launasetningu. 

Á síðasta ári voru launaupplýsingar einnig sundurliðaðar eftir stigi sérfræðinga í fyrsta sinn, enda hefur hópurinn breikkað undanfarin ár og launabil innan hópsins sömuleiðis. Til að gefa skýrari mynd af þessum breiða hópi er sérfræðistörfum raðað niður í þrjá flokka eftir reynslu, ábyrgð og inntaki mismunandi sérfræðistarfa.

  • Bakgrunnsbreytur vinnuveitanda/fyrirtækja

Við vitum að markaðslaun fyrir sambærileg störf geta verið mismunandi eftir eiginleikum fyrirtækja, svo sem stærð þeirra og atvinnugreinar starfseminnar. Í Markaðslaunum PwC eru launaupplýsingar því einnig sundurliðaðar eftir bakgrunnsbreytum fyrirtækja. Settar eru fram launatölur eftir atvinnugrein, starfsmannafjölda og veltu. Þannig getur þú nálgast upplýsingar um hvað sams konar fyrirtæki og þitt greiða fyrir viðkomandi starf.

  • Samsetning hóps

Birtar eru upplýsingar um samsetningu hóps, þar á meðal kynjahlutföll innan hóps, aldursdreifingu, menntunarstig og algengustu menntun.

Upplýsingar um samsetningu hóps geta hjálpað þér við að átta þig á eiginleikum þeirra sem sinna viðkomandi starfi. Við ráðningu gæti til dæmis verið gagnlegt að bera menntunarstig umsækjenda saman við það sem gengur og gerist á markaðnum. 

Til þess að tryggja að gögn séu ekki rekjanleg eru niðurstöður aðeins birtar ef hópur samanstendur af fimm eða fleiri einstaklingum.

 

woman looking out of a window
Business meeting including people

Ítarleg gagnayfirferð

Við leggjum mikið upp úr gæðum þeirra gagna sem liggja til grundvallar Markaðslaunum PwC, enda vitum við að niðurstöður verða aðeins eins góðar og gæði þeirra gagna sem þær byggja á.

Þegar gögnum er skilað fara þau í gegnum umfangsmikið gæðaeftirlit sem við vinnum stöðugt að því að þróa og bæta svo að viðskiptavinir okkar fái sem besta mynd af raunverulegri stöðu á markaðnum. Þar spilar áratugalöng reynsla sérfræðinga okkar lykilhlutverk, sérstaklega þegar kemur að flokkun starfa og Ístarf starfaflokkunarkerfinu.

Algengar spurningar

Þátttakendur í Markaðslaunum PwC fá afhent skjal með upplýsingum og leiðbeiningum um hvernig eigi að fylla inn gögnin og skila þeim til okkar. Gögnum sem er skilað eru allar helstu launagreiðslur sem haldið er utan um í launahugbúnaðakerfum. Flest launahugbúnaðakerfi bjóða upp á að skrá út gögnin sem þarf að skila með einum hnappi. Gögnin eru svo send til PwC annað hvort í gegnum örugga skilagátt eða með því að senda gögnin beint til okkar í læstu skjali.

Allar upplýsingarnar eru nýttar við gerð Markaðslauna, annaðhvort beint sem hluti af niðurstöðum, eða í gæðaferlinu til að stemma launa- og bakgrunnsgögnin af. Sum fyrirtæki halda ekki utan um allar þær upplýsingar sem óskað er eftir. Í slíkum tilvikum er einfaldlega hægt að sleppa því að fylla út þær upplýsingar vantar.

Þegar gögnin koma til okkar fer fram yfirgripsmikil vinna við yfirferð á gögnum. Annars vegar við að stemma launagögn af, passa að þau séu réttmæt og að engar kerfisbundnar villur né innsláttarvillur leynist á meðal þeirra. Hins vegar fer ávallt fram ítarleg yfirferð á starfaflokkunum, bæði með tilliti til réttmætrar starfaflokkunar og til hugsanlegra útlaga í launahópum sem gætu gefið skakka mynd af meðallaunum einstara starfsheita. Aðferðafræði villuprófana og yfirferða byggir á áratugalangri reynslu sérfræðinga og stjórnenda Markaðslaunateymis.

Við vinnslu Markaðslauna er lögð sérstaklega rík áhersla á gagnaöryggi og að fullkomnum trúnaði sé haldið um launaupplýsingar einstakra þátttökufyrirtækja og launþega í samræmi við persónuverndarlög.

Eftirfarandi verkferli er fylgt til þess að tryggja að svo sé:

  • Gerður er vinnslusamningur um vinnslu persónuupplýsinga við þátttökufyrirtæki.

  • Nöfn þeirra fyrirtækja sem taka þátt koma hvergi fram.

  • Hver þátttakandi fær ekki upplýsingar um nöfn annarra fyrirtækja sem taka þátt.

  • Ekki er hægt að lesa út úr töflum í skýrslunni niðurstöður einstakra fyrirtækja þrátt fyrir að þátttaka þeirra væri einhverjum kunn.

  • Birting niðurstaðna er sýnd eftir flokkuðum starfsheitum og er án beinna persónugreinanlega upplýsinga.

  • Launatölur í undirgreiningum með færri en fimm launþegum eru ekki birtar.

  • Einvörðungu þeir starfsmenn PwC sem vinna við verkefnið hafa aðgang að frumgögnum.

  • Öll gögn í Markaðslaunum PwC eru geymd á læstu drifi á netþjóni og verkefnadrifið er hýst í vélarsal PwC á Íslandi. ISO 27001 vottaður salur.

  • Gögnin fara ekki út fyrir Ísland.

Hægt er að taka launaupplýsingar fyrir Markaðslaun PwC beint úr launakerfum. Sú þjónusta er tiltæk fyrir eftirfarandi launakerfi:

  • H3 - launakerfi Advania

  • Kjarna - launakerfi Origo

  • Wise laun

 

Niðurstöðurnar eru unnar á tímabilinu nóvember 2024 - janúar 2025. Gæðaferlið í vinnunni er meðal annars fólgið í villuprófun og umfangsmikilli yfirferð á starfaflokkun, sem allt saman tekur tíma. Útgáfudagurinn miðar að því að nægt svigrúm gefist til að vinna þessa mikilvægu vinnu - þannig getum við skilað þér niðurstöðum sem þú getur treyst.
Niðurstöðuskýrsla er birt snemma á árinu 2025.

Fylgstu með okkur