PwC hóf fyrst fyrirtækja á Íslandi árið 2010 að mæla launamun í fyrirtækjum. Við kölluðum greininguna jafnlaunaúttekt, en aðilar sem mældust með minni launamun en 3,5% hlutu gullmerki PwC. Í jafnlaunastaðlinum ÍST85 er slík greining nefnd launagreining.
Við höfum framkvæmt slíka greiningu fyrir fjölda fyrirtækja og stofnana. Einnig höfum við aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir við uppsetningu jafnlaunakerfis í samræmi við ÍST85.
Breytingar á jafnréttislögum 10/2008 hafa í för með sér að atvinnurekendum með 25 eða fleiri starfsmenn er nú skylt að taka upp jafnlaunakerfi og fá vottun á því.
Jafnlaunastaðallinn veitir leiðsögn um hvernig skal koma upp, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun jafnlaunamála hjá sér.
Staðallinn kveður á um að koma upp jafnlaunakerfi sem innleiðir markvissar og faglegar aðferðir við ákvörðun launa, virka rýni, markmiðasetningu og stöðugar umbætur.
Í staðlinum sjálfum eru ekki settir fram sérstakir mælikvarðar á frammistöðu í jafnlaunamálum eða viðmið í launaspönn.
Markmiðið er að sýna fram á að konur og karlar sem starfi hjá fyrirtækinu njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.