Það eru fjölmörg fyrirtæki sem bjóða hæfileikaríku fólki spennandi störf, svo af hverju ættir þú að velja PwC? Að starfa hjá PwC þýðir að starfa sem hluti af liðsheild með fjölbreyttum, reynslumiklum sérfræðingum. PwC er þekkingarfyrirtæki sem byggir á sérfræðiþekkingu á sviði endurskoðunar, reikningsskila, fyrirtækjaráðgjafar, skatta og lögfræðiráðgjafar. Þekkingin er notuð til að þjónusta viðskiptavini, en einnig til að stuðla að faglegri þróun starfsfólks. Til að veita viðskiptavinum góða faglega þjónustu og aðgengi að nýjungum og þróun er mikilvægt að tryggja viðeigandi sérfræðiþekkingu innan fyrirtækisins. Þetta næst með ráðningu hæfs starfsfólks, stöðugri endurmenntun starfsmanna og með því að viðhalda starfsumhverfi sem hvetur fólk til dáða.
Hjá PwC á Íslandi starfa yfir 100 manns og er þetta breiður hópur einstaklinga með margvíslega reynslu og menntun.
Tilgangur félagsins og gildi eru hornsteinn þjónustu þess sem og í samskiptum starfsmanna við hagaðila; samstarfsfélaga, viðskiptavini, birgja eða aðra. Tilgangur PwC snýst um framlag okkar til samfélagsins og hvernig nálgun og ákvarðanir í viðskiptalífinu geta byggt upp aukið traust og leyst mikilvæg viðfangsefni.
Ef þú vilt starfa í krefjandi og spennandi umhverfi íslensks og alþjóðlegs viðskiptalífs, ef það freistar þín að tengjast stærsta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum, hafðu þá samband við okkur.
-Global People Survey PwC 2021
-Brand Finance's Brand Strength Index (BSI), 2021
Starfsheiti | Starfsstöð | Starfssvið |
---|
PwC á Íslandi leggur áherslu á að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem hver og einn starfsmaður er virtur að verðleikum. Undirstaða starfseminnar liggur í starfsfólkinu og þeim hæfileikum og reynslu sem þau búa yfir. Stefna PwC er því að laða til sín hæfileikaríkt fólk með fjölbreyttan bakgrunn, efla það í starfi og veita því brautargengi innan fyrirtækisins. Lögð er rík áhersla á jafnræði og að allir starfsmenn hljóti sömu meðferð óháð kyni, uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu.
Til að stuðla að hvetjandi starfsumhverfi er lögð áhersla á vellíðan, jákvæða fyrirtækjamenningu, starfsánægju, jafnrétti og markvissa starfsþróun. Mikilvægt er að allir starfsmenn sýni gagnkvæma virðingu í öllum sínum samskiptum og taki þátt í að skapa umhverfi sem er laust við fordóma, einelti og kynferðislega áreitni. Í augum stjórnenda PwC er starfsfólkið, metnaður, drifkraftur og hollusta þess grundvöllur að farsælum rekstri og áframhaldandi vexti fyrirtækisins. Mikið er lagt upp úr því að skapa skemmtilegan en jafnframt aðlaðandi vinnustað.
Gildi PwC eru vinnum af heilindum, skiptum máli, sýnum umhyggju, vinnum saman og útvíkkum hið mögulega.